
Fylkir vann gríðarlega sterkan sigur á FHL í B deild Lengjubikars kvenna í dag.
Fylkir er með sex stig eftir þrjá leiki, með jafn mörg stig og FHL sem hefur leikið einum leik meira. Liðin eru fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.
Völsungur varð af mikilvægum stigum í riðli tvö í C deild Lengjubikars kvenna þegar liðið mætti Álftanesi í dag á útivelli.
Völsungur hafði unnið báða leikina sína til þessa á meðan Álftanes hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Álftanes gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 2-0 en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.
Völsungur er með þriggja stiga forystu á Hauka á toppnum eftir þrjá leiki en Haukar eiga tvo leiki inni. Völsungur og Haukar mætast um næstu helgi.
Fylkir 2 - 0 FHL
1-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('63 , Mark úr víti)
2-0 Tinna Harðardóttir ('73 )
Álftanes 2 - 0 Völsungur
1-0 Ólöf Sara Sigurðardóttir ('21 )
2-0 Nanna Lilja Guðfinnsdóttir ('38 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |