Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. apríl 2021 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Grimsby gefur treyju í stað treyju frá Ofurdeildarliðum
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um tillögu um evrópska Ofurdeild í knattspyrnu.

Tólf af stærstu félögum Evrópu komu sér saman um þessa tillögu en hún hefur fengið gríðarlega mikla gagnrýni úr öllum áttum.

Grimsby Town FC, sem er í harðri botnbaráttu í ensku D-deildinni og á því hættu á því að falla niður í utandeildina, er gegn þessari tillögu um Ofurdeild og hefur hrint af stað mögnuðu tilboði.

Tilboðið er gert fyrir stuðningsmenn þeirra sex enskra liða sem vilja vera með í Ofurdeildinni. Þeir geta skipt treyjum sínum út fyrir treyjur frá Grimsby Town. Allar þær treyjur sem Grimsby fær í hendurnar verða gefnar til góðgerðarmála í Afríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner