Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 19. apríl 2025 18:09
Sverrir Örn Einarsson
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Haraldur Hróðmarsson
Haraldur Hróðmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara ágætt. Í sjálfu sér fínn undirbúningur fyrir mótið a að fá góðan leik á móti góðu liði. Að sjálfsögðu hefði ég viljað fara í gegnum þetta og vinna leikinn en miðað við hvernig þetta spilaðist þá er þetta sanngjörn niðurstaða.“ Sagði Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur um leikinn eftir 3-1 tap Grindavíkur gegn Val í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 Valur

Valsmenn komust yfir eftir um 20 mínútna leik eftir fast leikatriði áður en Grindvíkingar jöfnuðu rétt fyrir hálfleiksflautið. Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Valsmenn tóku forystu á ný og það aftur úr föstu leikatriði. Mörk sem allir þjálfarar hata að fá á sig eða hvað?

„Fyrra markið var óheppilegt. Við náum skallanum en það er einhver valsari að gaufast þarna á endalínu og fær hann í sig og skorar. En það er náttúrulega rándýrt þegar við erum búnir að eyða mikilli orku og spila góðan varnarleik að fá á okkur tvö mörk eftir föst leikatriði. “

Miklar breytingar eru að verða á liði Grindavíkur milli ára. Bæði hefur fjöldi leikmanna horfið á braut og nýir komnir inn en það eru líka breytingar á leikmannastefnu. Erlendir leikmenn sem áður voru allt upp í 6-8 í liði Grindavíkur heyra sögunni til og byggt er á ungum íslenskum leikmönnum.

„Það var tekin smá stefnubreyting núna hjá okkur. Það hefur ekki gengið vel í Grindavík undanfarin ár þannig að það þurfti kannski aðeins að breyta til. Á sama tíma eru tækifæri, við erum með efnilega leikmenn að koma upp mjög góða unga leikmenn. Ég hef engan sérstakan áhuga á því í Lengjudeildinni að vera með lið fullt af útlendingum.“

„Við erum með fótbolta fyrir fólkið í bænum og Grindvíkingar vilja sjá sína menn spila og þetta er miklu skemmtilegra svona og vonandi getum við náð einhverjum árangri.“

?rindvíkingar stefna á að leika heimaleiki sína Í Grindavík í sumar eftir að hafa verið í Safamýri á síðasta tímabili. Hvernig leggst í Harald að fara með liðið heim á ný?

„Ég get bara ekki beðið ef ég segi alveg eins og er. Ég var mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag. Það var út af undirlaginu, við erum á grasinu og erum snemma í því næturfrost og vesen. Ég get bara ekki beðið eftir að komast til Grindavíkur og spila á þessum frábæra velli fyrir framan fólkið okkar.“

„Við náðum aldrei að gera Safamýri að alvöru heimavelli í fyrra. Þannig að ég, strákarnir og allir sem að félaginu koma erum gríðarlega spennt að koma heim og spila á okkar velli.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner