Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 19. apríl 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Mynd: Skjáskot
Peter Ingi Helgason Jones skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Þór þegar hann innsiglaði sigur liðsins gegn ÍR í dag. Peter er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2. flokki. Hann kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo um þremur mínútum seinna. Peter ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég sé Atla með boltann á vængnum, ég bara reyni að koma mér í eins góða stöðu til að setja boltann í netið. Boltinn kemur bara á mig og ég þakka Atla (Þór Sindrasyni) fyrir það. (Þægilegt slútt í fjærhornið), geri þetta oft, er þekktur fyrir þetta," segir Peter og hlær.

„Ég átti bara að vera duglegur og sigla þessum sigri heim. Ég var að vona að boltinn myndi detta einu sinni fyrir mig inn í teig og hann gerði það."

Peter er mikill markaskorari, hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum. Fær hann markanefið í gegnum fjölskylduna?

„Nei, ég get ekki sagt að ég fái þetta frá pabba mínum, hann var miðvörður. Ég hef alltaf skorað mörk síðan ég fór fram, spilaði áður neðar á vellinum. Svo bara gerist þetta, þetta er mikil æfing. Ég vona að ég fái fleiri mínútur í sumar, en ég þar að sýna að ég eigi það skilið," segir Peter.

Faðir Peters er Helgi Jones sem lék á sínum tíma með Þór og Fjarðabyggð. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner