Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   lau 19. apríl 2025 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Mynd: Skjáskot
Peter Ingi Helgason Jones skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk Þór þegar hann innsiglaði sigur liðsins gegn ÍR í dag. Peter er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2. flokki. Hann kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo um þremur mínútum seinna. Peter ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég sé Atla með boltann á vængnum, ég bara reyni að koma mér í eins góða stöðu til að setja boltann í netið. Boltinn kemur bara á mig og ég þakka Atla (Þór Sindrasyni) fyrir það. (Þægilegt slútt í fjærhornið), geri þetta oft, er þekktur fyrir þetta," segir Peter og hlær.

„Ég átti bara að vera duglegur og sigla þessum sigri heim. Ég var að vona að boltinn myndi detta einu sinni fyrir mig inn í teig og hann gerði það."

Peter er mikill markaskorari, hefur raðað inn mörkum í yngri flokkum. Fær hann markanefið í gegnum fjölskylduna?

„Nei, ég get ekki sagt að ég fái þetta frá pabba mínum, hann var miðvörður. Ég hef alltaf skorað mörk síðan ég fór fram, spilaði áður neðar á vellinum. Svo bara gerist þetta, þetta er mikil æfing. Ég vona að ég fái fleiri mínútur í sumar, en ég þar að sýna að ég eigi það skilið," segir Peter.

Faðir Peters er Helgi Jones sem lék á sínum tíma með Þór og Fjarðabyggð. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins á þriðjudag.

Athugasemdir
banner