Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 19. júní 2020 22:17
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Nacho algjör leiðtogi
Lengjudeildin
Adam Ægir Pálsson,
Adam Ægir Pálsson,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson átti góðan leik í liði Keflavíkur sem lagði Aftureldingu með fimm mörkum gegn einu á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Aðspurður hvort það gæti verið eitthvað betra svaraði Adam
„Nei ég held nú ekki. Það var líka geggjað veður í kvöld og það er gaman að byrja þetta svona. Það er sömuleiðis yndislegt að ná að skora fimm mörk en það hefði nú verið betra að halda hreinu.“

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  1 Afturelding

Keflavíkurliðið var vel samstillt í kvöld og virkaði töluvert þroskaðra á velli en á síðasta tímabili og ljóst að Keflavík ætlar að gera harða atlögu að því að vinna sér sæti í Pepsi-Max deildinni að ári.

„Já við höfum nýtt þetta covid frí vel og við höfum æft vel í vetur. Siggi Raggi hefur komið frábær inn og við höfum verið að hlaupa mikið og æfa vel sem ég held að sé lykillinn að þessu enda það eina sem virkar í þessu.“

Nacho Heras sem gekk til liðs við Keflavík frá Leikni í vetur stýrði vörn liðsins af röggsemi og skoraði fyrsta mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var liðinn. Hvernig er fyrir Adam að spila með leikmanni eins og Nacho sem virkar á velli eins og fæddur leiðtogi?

„Það er bara ótrúlegt. Þetta er hárrétt hann er algjör leiðtogi og það er virkilega gaman að spila með honum.“

Markið er Nacho er ekki það fyrsta sem hann skorar fyrir Keflavík en hann setti þrennu í Mjólkurbikarnum gegn Birninum síðastliðinn föstudag. Eru sóknarmenn Keflavíkur ekkert farnir að hafa áhyggjur af þessari markaskorun hans?

„Jú hann er kominn með miklu fleiri mörk en ég í sumar þannig að það er pressa á mér allavega.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner