Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. júní 2021 10:28
Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn, Fram og hringt til Danmerkur í útvarpsþættinum í dag
Stefán Pálsson verður í þættinum í dag og ræðir um Fram.
Stefán Pálsson verður í þættinum í dag og ræðir um Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 í dag , laugardag, verður með skemmtilegu sniði. Þátturinn er í hverri viku milli 12 og 14.

Elvar Geir Magnússon er ekki með þessa vikuna, en Benedikt Bóas Hinriksson kemur inn í hans stað og verður með Tómasi Þór Þórðarsyni.

Íslenski boltinn verður auðvitað á sínum stað þar sem rætt verður um Pepsi Max-deildina og Lengjudeildina. Pálmi Rafn Pálmason mun ræða um leik Víkings og KR, og sagnfræðingurinn Stefán Pálsson mun spjalla um Fram í fortíð, nútíð og framtíð á nýjum stað.

Þá verður auðvitað einnig rætt um Evrópumótið sem er í fullum gangi. Björn Már Ólafsson í beinni frá Danmörku um Ítalíu og Eriksen.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner