mán 19. ágúst 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Pochettino talar um stór mistök - Vill breyta félagaskiptaglugganum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að enska úrvalsdeildin hafi gert stór mistök með því að láta félagaskiptagluggann loka áður en tímablið hófst.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði 8. ágúst á meðan ennþá er opið fyrir félagaskipti í öðrum stærstu deildum Evrópu til 2. september.

Tottenham gæti meðal annars misst Christian Eriksen en hann hefur verið orðaður við Real Madrid.

„Ég var ekki sammála þessari ákvörðun en á sínum tíma var talið að þetta væri það besta fyrir félögin," sagði Pochettino spurður út í gluggann.

„Ég held að hann (Daniel Levy, formaður Tottenham) og margir aðrir átti sig núna á því að þetta voru risa mistök. Ég vona að við lögum þetta vandamál fyrir næsta tímabil."

„Við þurfum að fara til baka og gera þetta eins og aðrar deildir í Evrópu því þetta skiptir miklu máli þegar þú ert að spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni."

„Lið í Meistaradeildinni geta skapað vandamál fyrir lið eins og okkur og það er klárt að ég get ekki verið ánægður sem þjálfari með að í þrjár vikur geti önnur lið í Evrópu haft áhrif á þitt lið."

„Það er ekki gott og við þurfum að fara fljótt til baka. Ég vona að enska úrvalsdeildin eigi gott samtal um þetta og fari fljótt í sama farið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner