Enski varnarmaðurinn Trevoh Chalobah mun yfirgefa Chelsea á láni þegar félagið hefur fest kaup á nýjum miðverði en þetta segir Fabrizio Romano.
Chalobah, sem er 23 ára gamall, fékk óvænt tækifæri í liði Chelsea á síðustu leiktíð og nýtti það ágætlega.
Hann skoraði 4 mörk í 31 leik í öllum keppnum en hann hefur sætt sig við að vera ekki partur af plönum Thomas Tuchel á þessari leiktíð.
Chalobah hefur ekki fengið mínútu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í deildinni og mun hann færast neðar í goggunarröðinni er félagið kaupir annan miðvörð.
Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, er efstur á lista en ef það gengur eftir mun Chalobah fara á láni út tímabilið.
Ítalska félagið Inter er sagt hafa mikinn áhuga á Chalobah en félagið er einnig að skoða Manuel Akanji, varnarmann Borussia Dortmund og Francesco Acerbi hjá Lazio.
Athugasemdir