Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. september 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi fer sjóðandi heitur inn í leikinn gegn Jamaíku
Mynd: EPA

Heimir Hallgrímsson stýrir landsliði Jamaíku í fyrsta sinn eftir slétta viku þegar liðið mætir Argentínu í æfingaleik í Bandaríkjunum.


Lionel Messi mætir sjóðandi heitur í leikinn þar sem hann hefur komið að fjórtán mörkum í ellefu leikjum á þessari leiktíð. Hann skoraði eina markið í sigri PSG á Lyon í gærkvöldi.

Messi bætti met Ronaldo í gær en nú hefur hann skorað 672 mörk á ferlinum ef mörk úr vítum eru ekki talin með.

Heimir hefur áður mætt Messi en eins og alþjóð veit var það með íslenska landsliðinu á HM 2018 í Rússlandi. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 og Hannes Þór Halldórsson varði m.a. vítaspyrnu frá Messi.

Messi er með fjögur mörk og sjö stoðsendingar í 8 deildarleikjum, Eitt mark og eina stoðsendingu í Meistaradeildinni og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Nantes í franska ofurbikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner