Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   þri 01. júlí 2025 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfossi
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Lengjudeildin
Jón Daði er mættur heim.
Jón Daði er mættur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er allt að síast inn, maður er alveg í skýjunum með þetta og þvílíkt fagnaðarefni fyrir félagið og samfélagið í heild að fá svona leikmann aftur inn í Selfoss," segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs Selfoss, við Fótbolta.net í dag. Dagurinn í dag var merkilegur á Selfossi, Jón Daði Böðvarsson var að snúa aftur heim eftir 13 ár í atvinnumennsku.

Er ekki bara rétt að Jón Daði komi heim?

„Ég horfi á það þannig að það að koma hingað til okkar og taka þátt í verkefninu sem við erum að vinna að, að það sé ákvörðun sem muni verða honum til heilla þegar hann lítur til baka yfir ferilinn. Ég er virkilega ánægður með þessa ákvörðun hans."

Guðjón gerir þær væntingar að Jón Daði smiti jákvætt af sér inn í liðið og félagið í heild sinni. „Hjálpi okkur áfram að byggja upp félagið, hafa jákvæð áhrif inn á vellinum og skila nokkrum stigum til að tryggja veru okkar í þessari deild."

„Jón Daði gerir einn og sér heilan helling, hjálpar ímynd félagsins, smitar til yngri iðkennda, eykur áhuga stuðningsmanna og velvild styrktaraðila. Hann hjálpar okkur til í starfinu yfir höfuð."

„Við horfum á þetta þannig að þetta sé mjög jákvæð innspýting inn í liðið og það verðuga verkefni sem við eigum fyrir höndum. En það liggur alveg ljóst fyrir að hann einn og sér mun ekki sigra það verkefni, heldur þarf öll heildin að vera með. Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það."

„Það er risastórt að hann sé kominn heim, það er bara eins og geimskot. Þetta eru, að við teljum, okkar stærstu félagaskipti í sögu félagsins. Við vildum gera þetta með glæsibrag,"
sagði Guðjón Bjarni fyrir utan MAR Seafood í miðbæ Selfoss.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 20 12 5 3 40 - 30 +10 41
2.    Njarðvík 20 11 7 2 46 - 23 +23 40
3.    Þór 19 12 3 4 45 - 26 +19 39
4.    ÍR 20 10 7 3 36 - 22 +14 37
5.    HK 20 10 4 6 37 - 27 +10 34
6.    Keflavík 20 9 4 7 47 - 37 +10 31
7.    Fylkir 20 5 5 10 31 - 29 +2 20
8.    Völsungur 19 5 4 10 32 - 47 -15 19
9.    Grindavík 19 5 3 11 35 - 55 -20 18
10.    Leiknir R. 20 4 5 11 20 - 39 -19 17
11.    Selfoss 19 5 1 13 21 - 36 -15 16
12.    Fjölnir 20 3 6 11 30 - 49 -19 15
Athugasemdir