Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   þri 01. júlí 2025 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selfossi
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Lengjudeildin
Jón Daði er mættur heim.
Jón Daði er mættur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Formaðurinn á fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
'Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er allt að síast inn, maður er alveg í skýjunum með þetta og þvílíkt fagnaðarefni fyrir félagið og samfélagið í heild að fá svona leikmann aftur inn í Selfoss," segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs Selfoss, við Fótbolta.net í dag. Dagurinn í dag var merkilegur á Selfossi, Jón Daði Böðvarsson var að snúa aftur heim eftir 13 ár í atvinnumennsku.

Er ekki bara rétt að Jón Daði komi heim?

„Ég horfi á það þannig að það að koma hingað til okkar og taka þátt í verkefninu sem við erum að vinna að, að það sé ákvörðun sem muni verða honum til heilla þegar hann lítur til baka yfir ferilinn. Ég er virkilega ánægður með þessa ákvörðun hans."

Guðjón gerir þær væntingar að Jón Daði smiti jákvætt af sér inn í liðið og félagið í heild sinni. „Hjálpi okkur áfram að byggja upp félagið, hafa jákvæð áhrif inn á vellinum og skila nokkrum stigum til að tryggja veru okkar í þessari deild."

„Jón Daði gerir einn og sér heilan helling, hjálpar ímynd félagsins, smitar til yngri iðkennda, eykur áhuga stuðningsmanna og velvild styrktaraðila. Hann hjálpar okkur til í starfinu yfir höfuð."

„Við horfum á þetta þannig að þetta sé mjög jákvæð innspýting inn í liðið og það verðuga verkefni sem við eigum fyrir höndum. En það liggur alveg ljóst fyrir að hann einn og sér mun ekki sigra það verkefni, heldur þarf öll heildin að vera með. Að fá mann til að standa í stafninu og leiða leikmennina áfram í gegnum þetta verkefni, það er mjög mikilvægt og ég treysti honum fullkomlega í það."

„Það er risastórt að hann sé kominn heim, það er bara eins og geimskot. Þetta eru, að við teljum, okkar stærstu félagaskipti í sögu félagsins. Við vildum gera þetta með glæsibrag,"
sagði Guðjón Bjarni fyrir utan MAR Seafood í miðbæ Selfoss.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
banner