Bíó Paradís sýnir beint frá öllum leikjum í lokakeppni Evrópumóts kvenna 2025 í fótbolta, sem haldið verður í Sviss frá 2.-27. júlí. Ísland mætir Finnlandi strax á fyrsta keppnisdegi og er auk þess með Sviss og Noregi í riðli.
Allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu í Bíó Paradís, flestir á tjaldi í galleríinu okkar (innra rýmið) en sumir leikir verða sýndir í bíósal.
Vegleg EM tilboð á barnum, áfram stelpurnar okkar!
Frítt inn og allir velkomnir - þessu viltu ekki missa af!
Fylgstu með inn á bioparadis.is
Athugasemdir