Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Heyrðist í Abba í gegnum lokaðar dyr - „Ísland er mætt"
Icelandair
EM KVK 2025
Stelpurnar okkar fyrir æfingu á keppnisvellinum í dag.
Stelpurnar okkar fyrir æfingu á keppnisvellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það kom upp skemmtilegt atvik á fréttamannafundi Íslands í Thun í dag. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sátu fyrir svörum.

Undir lok fundarins heyrðist vel lagið Dancing Queen með Abba úr hálara á bak við lokaða hurð.

„Ísland er mætt," sagði Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, og uppskar hlátur viðstaddra.

Það er mikil stemning í hópnum og heyrist yfirleitt tónlist hvert sem stelpurnar fara.

Íslenska liðið var þá að mæta á völlinn en stelpurnar okkar æfðu á keppnisvellinum í Thun í kvöld. Á morgun er fyrsti leikur á EM gegn Finnlandi.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner