Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Einhver sálfræðihernaður í gangi?
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr síðasta leik Íslands og Finnlands sem var leikinn árið 2023.
Úr síðasta leik Íslands og Finnlands sem var leikinn árið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ætlum okkur sigur.
Ætlum okkur sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Auðvitað lærir maður alltaf af fyrra móti. Við höfum spilað marga leiki síðan þá, marga spennandi leiki. Ég held að ég sé betur undirbúinn en ég var síðast. Mér líður allavega þannig og ég hef trú á því. Það er tilhlökkun hjá mér að taka þátt í þessu aftur og ég er tilbúinn í gott mót," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Í dag fer fram fyrsti leikur Íslands á EM 2025 er liðið mætir Finnlandi í Thun í Sviss.

Það eru allir leikmenn Íslands klárir í slaginn fyrir þennan leik og hefur farið vel um liðið í Sviss.

Finnska liðið er lið sem ekki má vanmeta en það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að byrja á þremur stigum.

„Ég held að allir sem skoða leikmenn sem spila fyrir Finnland og hvar þær eru að spila, þeir sjá að liðið er gott með góða leikmenn. Þetta verður erfiður leikur og við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þær."

„Auðvitað eru þetta bara þrír leikir. Þeir skipta allir gríðarlega miklu máli. Fyrsti leikurinn skiptir mjög miklu upp á framhaldið að gera. Við erum bara að hugsa um að fara inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Við munum gera allt til þess. Þú vilt setja tóninn í fyrsta leik."

Finnarnir telja Ísland sigurstranglegra
Íslenska liðið er talið sigurstranglegra fyrir leikinn en Steini segir að Finnarnir hafi verið mjög glaðir þegar það var ljóst að þeir myndu mæta Íslandi í riðlinum.

„Það er margt sem liðin hafa sameiginlegt, þetta eru tvö sterk lið og það er liðsbragur á þessum liðum. Þessi leikur gæti orðið drulluskemmtilegur sko. Fyrir okkur skiptir þessi leikur gríðarlega miklu máli og fyrir þau líka," sagði Steini og bætti við:

„Þegar maður horfði í andlitið á Finnunum er dregið var í riðla þá voru þeir mjög glaðir. Þeir horfa á þennan leik sem einhvern sem þeir þurfa að vinna til að komast úr riðlinum. Við eigum eftir að fá tvö skemmtileg lið sem mætast og svo er að sjá til hvort liðið verður betra á deginum."

Finnarnir töluðu um það á sínum blaðamannafundi að þeir væru á því máli að Ísland væri líklegra liðið til að vinna leikinn. Kannski einhver sálfræðihernaður í því?

„Ef við horfum á stöður og annað, þá er ekki óeðlilegt að tala þannig. Við hræðumst það ekki. Við erum að fara í þennan leik til að vinna. Þannig munum við nálgast þennan leik, en við gerum okkur fulla grein fyrir því að finnska liðið er gott. Það er lið sem er mjög vinnusamt og við þurfum að vera mjög sterk í návígum. Það er mikil hlaupageta í finnska liðinu og við þurfum að vera á okkar besta degi til að vinna þær. Þetta er talsmáti sem þau nota en ég veit að þau leggja mikla áherslu á að vinna Ísland," sagði landsliðsþjálfarinn á fundinum.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner