Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 19:40
Mate Dalmay
Telja ólíklegra en ekki að Ísland fari upp úr riðlinum
Úr leik Íslands og Noregs í Þjóðadeildinni í vor.
Úr leik Íslands og Noregs í Þjóðadeildinni í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu í Sviss.
Á æfingu í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingar veðbankans Epicbet telja, miðað við stuðlana, ólíklegra en ekki að íslenska landsliðið fari upp úr riðlinum. Stuðullinn á að íslenska liðið fari upp úr riðlinum og fari áfram er 2,15.

Litlar líkur eru taldar á því að Ísland vinni riðilinn, en stuðullinn á því er 6. Norska liðið er talið líklegast til að vinna og Sviss næst líklegast.

Það er ekki spáð miklu markaflóði hjá Íslandi, stuðullinn á því að Ísland skori meira en að meðaltali eitt mark í leik, alls yfir 3,5 mörk í leikjunum þremur, er 1,9.

Spænska liðið er langlíklegast til að vinna mótið, 2,75 í stuðul á því og enska liðið er svo næstlíklegast en stuðullinn á því að England vinni mótið er 5.

Ísland spilar fyrst gegn Finnlandi, svo gegn heimakonum i Sviss og loks gegn Noregi í síðustu umferð riðilsins.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 og er Ísland talið líklegt til árangurs í þeim leik, en stuðullinn á sigri Íslands er sem stendur 1,89 á Epic.

Það er mikilvægt upp á framhaldið; sjálfstraustið og trúna í hópnum að liðið standi sig vel á morgun. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og voru spennt fyrir komandi leik og móti.

Markmið hópsins er skýrt, það á að fara upp úr riðlinum!
Athugasemdir