
Jón Daði Böðvarsson er kominn aftur heim eftir að hafa síðast spilað á Íslandi tímabilið 2012. Hann var kynntur sem nýr leikmaður Selfoss á glæsilegum fréttamannafundi á MAR Seafood í miðbænum á Selfossi.
Tómas Þóroddsson, stjórnarmaður hjá Selfossi, ræddi við Fótbolta.net í dag.
Tómas Þóroddsson, stjórnarmaður hjá Selfossi, ræddi við Fótbolta.net í dag.
„Þvílík hamingja, þetta er búið að vera á leiðinni í eitt ár, svo kom Wrexham inn í þetta og stal honum tímabundið frá okkur."
„Þetta hljómar rétt, þetta er ekta karakter til að koma heim."
„Það er hlýtt í hjarta við það. Þetta er búið að vera smá stress, tók alveg tíma að safna og svona, búið að vera álag en mjög gaman."
„Maður vissi að fjögur félög í Bestu hefðu verið aðeins í sambandi við hann, en við höfðum betur á lokum."
„Við erum að fara halda okkur uppi, þetta er vítamínssprautan sem við þurftum," segir Tómas.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 20 | 12 | 5 | 3 | 40 - 30 | +10 | 41 |
2. Njarðvík | 20 | 11 | 7 | 2 | 46 - 23 | +23 | 40 |
3. Þór | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 26 | +19 | 39 |
4. ÍR | 20 | 10 | 7 | 3 | 36 - 22 | +14 | 37 |
5. HK | 20 | 10 | 4 | 6 | 37 - 27 | +10 | 34 |
6. Keflavík | 20 | 9 | 4 | 7 | 47 - 37 | +10 | 31 |
7. Fylkir | 20 | 5 | 5 | 10 | 31 - 29 | +2 | 20 |
8. Völsungur | 19 | 5 | 4 | 10 | 32 - 47 | -15 | 19 |
9. Grindavík | 19 | 5 | 3 | 11 | 35 - 55 | -20 | 18 |
10. Leiknir R. | 20 | 4 | 5 | 11 | 20 - 39 | -19 | 17 |
11. Selfoss | 19 | 5 | 1 | 13 | 21 - 36 | -15 | 16 |
12. Fjölnir | 20 | 3 | 6 | 11 | 30 - 49 | -19 | 15 |
Athugasemdir