Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orðaður við United og Tottenham en framlengir við Bournemouth
Mynd: EPA
Anotine Semenyo heefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Bournemouth en hann hefur verið orðaður við Man Utd, Liverpool og Tottenham í sumar.

Þessi 25 ára gamli leikmaður skoraði 13 mörk og lagði upp sjö í öllum keppnum á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í 9. sæti sem er jöfnun á besta árangri liðsins í úrvalsdeildinni.

Tottenham reyndi að næla í hann fyrr í þessum mánuði og þá hafði Man Utd einnig áhuga þrátt fyrir að félagið sé að reyna næla í Bryan Mbeumo frá Brentford.

Hann var einnig á óskalista Liverpool og talið var að hann vildi spila í Meistaradeildinni en hann hefur nú ákveðið að framlengja við Bournemouth.


Athugasemdir
banner
banner