Það er núna athyglisverð mynd af Kobbie Mainoo, leikmanni Manchester United, í dreifingu.
Á myndinni er hann í landsliðstreyju Íslands.
Á myndinni er hann í landsliðstreyju Íslands.
Það er Daily Mail sem skrifar fréttina um Mainoo og birtir af honum myndina. Í fréttinni er fjallað um að hann sé að æfa í Manchester með James Garner og Mason Greenwood, fyrrum leikmönnum Man Utd.
Bjarki Steinn Bjarkason spilaði í treyjunni sem um ræðir en Mainoo fékk hana eftir 0-1 tap gegn Íslandi í vináttuleik fyrir EM í fyrra.
Þessi efnilegi miðjumaður er greinilega hrifinn af þessari treyju eins og sjá má hér fyrir neðan.
Kobbie Mainoo spotted training in Manchester with #MUAcademy graduates James Garner and Mason Greenwood ??
— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 1, 2025
???? Eamonn & James Clarke/@MailSport pic.twitter.com/7VBfpfJCZK
Kobbie kann þetta manna best?? pic.twitter.com/d0HhogdEfe
— asgeireythors (@therealasgeirey) July 1, 2025
Athugasemdir