Wrexham heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Championship deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur nælt í velska markvörðinn Danny Ward en hann er fæddur í Wrexham.
Hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Hann er 32 ára og er uppalinn hjá Wrexham. Hann spilaði ekki leik fyrir aðalliðið áður en hann gekk til liðs við Liverpool árið 2012 þar sem hann lék aðeins þrjá leiki á þremur tímabilum.
Hann gekk síðan til liðs við Leicester árið 2018 þar sem hann lék 52 leiki, þar af 29 í úrvalsdeildinni. Hann á 44 landsleiki að baki fyrir hönd Wales.
Ward er annar leikmaðurinn sem liðið fær til sín í sumar á eftir framherjanum Ryan Hardie sem gekk til liðs við félagið frá Plymouth.
All smiles on Wardy’s first day back ????
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) July 1, 2025
?????? #WxmAFC pic.twitter.com/YUQmwdjHXy
Athugasemdir