Meira spennandi að koma heim á Selfoss

„Mér líður virkilega vel með þetta, þetta situr vel í mér og ég er spenntur fyrir komandi tímum. Það er líka gott að fá framtíð sína skýra. Þessi dagur er bara spennufall, ekki bara fyrir mig, ég er búinn að hlakka til þessa dags og þetta er virkilega skemmtilegt," segir Jón Daði Böðvarsson sem er mættur heim á Selfoss eftir rúman áratug í atvinnumennsku.
Hann lék sem atvinnumaður í Noregi, í Þýskalandi og á Englandi. Hann var þá í stóru hlutverki í því gullaldarliði íslenska landsliðsins sem fór á EM og HM.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Það var áhugi á honum frá Fram, KR, ÍBV og Víkingi í efstu deild og þá stóð honum einnig til boða að vera áfram hjá Burton Albion á Englandi. Hann ákvað hins vegar að koma heim.
Hann lék sem atvinnumaður í Noregi, í Þýskalandi og á Englandi. Hann var þá í stóru hlutverki í því gullaldarliði íslenska landsliðsins sem fór á EM og HM.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Það var áhugi á honum frá Fram, KR, ÍBV og Víkingi í efstu deild og þá stóð honum einnig til boða að vera áfram hjá Burton Albion á Englandi. Hann ákvað hins vegar að koma heim.
„Nei, í raun og veru ekki flókin ákvörðun. Ég ólst upp með Selfossi, var hérna frá sjö ára aldri til tvítugs, spilaði ekki fyrir neitt annað félag á Íslandi. Klúbburinn og samfélagið gaf mér svo mikið sem einstaklingi í æsku, þannig að það var alltaf á bakvið eyrað á mér að ef ég myndi spila aftur á Íslandi þá yrði það bara fyrir Selfoss. Tilhugsunin að spila fyrir annað félag á Íslandi, með fullri virðingu fyrir hinum sem ég ræddi við, sat bara ekki nægilega vel í mér. Ég fór eftir magatilfinningunni og er gífurlega ánægður að vera kominn hingað."
Af hverju í Selfoss en ekki í Bestu deildina?
„Það væri skrítið ef þú ert ekki í þessu til að vinna titla, en þetta sér um sjónarmið hvers og eins einstaklings. Fyrir mér fannst mér meira spennandi að koma hingað heim á Selfoss, ungt lið og ég get kannski miðlað minni reynslu aðeins meira, get reynt að vera smá leiðtogi og verkefnið spennandi. Ég tel að Selfoss sem klúbbur og samfélag ætti að vera á hærra plani, það gerist ekki á einum degi, en ég tel að það sé séns á því að það gæti gerst á næstu árum ef markmiðin eru há. Það væri gífurlega rómantískt, en ég stjórna því ekki, ég reyni að spila eins vel og ég get, það eru ellefu menn á vellinum og ef ég get hjálpað að koma okkur hærra, ofar í töfluna eða á hærra plan, þá er það jákvætt. Ég vil hjálpa félaginu hvort sem ég er á vellinum eða ekki."
Ertu mikið breyttur leikmaður frá því að þú varst síðast á Selfossi?
„Ég er ekki lengur á vængnum og einhver 'baller'. Ég er öðruvísi leikmaður en 2012, þá var ég örugglega fjórum kílóum léttari og aðeins meira léttleikandi kantspilari. Ég er 'target center' í dag, ekki eins mikið af hlaupum inn í svæðin eins og í denn. Ég hef vonandi fullt fram á að bjóða ennþá."
„Nei, átti alls ekki von á því að eiga þennan atvinnumannaferil. Ég kom mér sjálfum virkilega á óvart, gífurlega ánægður með ferilinn sem ég átti (erlendis), maður gefur sér ekki nægilega oft klapp á bakið fyrir það, því maður er einhvern veginn aldrei nógu sáttur. En maður þarf að gera það. Að hafa náð þessum ferli frá þeim stað sem ég kom, ég er svo þakklátur og maður þarf að muna að vera það," segir Jón Daði.
Athugasemdir