Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 09:38
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur selt Quansah til Leverkusen (Staðfest)
Jarell Quansah er kominn í treyju númer fjögur frá Bayer Leverkusen.
Jarell Quansah er kominn í treyju númer fjögur frá Bayer Leverkusen.
Mynd: Bayer Leverkusen
Þýska félagið Bayer Leverkusen hefur keypt varnarmanninn Jarell Quansah frá Liverpool og kaupverðið gæti náð 35 milljónum punda.

Þessi 22 ára leikmaður fékk ekki mörg tækifæri hjá Liverpool undir stjórn Arne Slot á síðasta tímabili.

Miðvörðurinn er uppalinn hjá Liverpool og byrjaði fjóra úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili, alls fékk hann þrettán byrjunarliðsleiki í öllum keppnum.

Virgil van Dijk og Ibrahima Konate spiluðu oftast í hjarta varnarinnar og áttu stóran þátt í því að Liverpool varð Englandsmeistari.

Leverkusen hefur fyrr í sumar selt tvo leikmenn til Liverpool; Jeremie Frimpong og Florian Wirtz.

Spurning er hvort Liverpool fái inn nýjan varnarmann í sumar en félagið er orðað við fyrirliða Crystal Palace, Marc Guehi. Palace er með 65 milljóna punda verðmiða sem þyrfti að lækka til að Liverpool myndi vera tilbúið að kaupa hann, hann á aðeins ár eftir af samningi sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner