Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern setur sig í samband við Luis Diaz
Mynd: EPA
Luis Diaz, sóknarmaður Liverpool, er á óskalista Bayern Munchen.

Þýski miðillinn BILD greinir frá því að þýska félagið sé búið að setja sig í samband við Diaz og ræðir við hann um launamálin áður en viðræður milli félaganna fara af stað.

Diaz er sagður opinn fyrir því að yfirgefa Liverpool og ganga til liðs við Bayern. Samningur hans við Liverpool rennur út árið 2027 en verðmiðinn á honum er talinn vera um 70 milljónir evra.

Nico Williams, Jamie Gittens og Marcus Rashford hafa einnig verið orðaðir við félagið. Útlit er fyrir að Williams fari til Barcelona og Gittens til Chelsea, þá hefur Rashford augun á Barcelona.




Athugasemdir
banner
banner
banner