Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti Árni Snær að fjúka út af?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er með 1-0 forystu í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val á Hlíðarenda. Andri Rúnar Bjarnason skoraði markið snemma leiks.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Stjarnan

Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, fékk að líta gula spjaldið þegar hann braut á Albin Skoglund sem var sloppinn í gegn.

„Albin Skoglund sleppur í gegn og fellur við snertingu frá Árna Snæ, markverði Stjörnunnar. Valsmenn baula og vilja sjá annan lit á spjaldinu. Valsmenn fá aukaspyrnu á vítateigslínu," skrifaði Kári Snorrason í textalýsinguna.

Jóhann Skúli Jónsson, harður Valsari, tjáði sig um atvikið á X en hann var allt annað en sáttur með ákvörðun nafna síns, Jóhanns Inga Jónssnar dómara leiksins.




Athugasemdir
banner