„Mér líður mjög vel með það, mjög spenntur að spila í Víkinni, heimavelli hamingjunnar," segir Óskar Borgþórsson, sem skrifaði undir samning við Víking í gær, en hann var keyptur frá norska félaginu Sogndal.
„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."
„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."
Óskar lék einungis um 150 mínútur með Sogndal fyrri hluta tímabilsins, kom einungis inn á í síðustu sjö leikjum sínum hjá félaginu. Hann fær ekki leikheimild með Víkingi fyrr en 17. júlí og fyrsti leikur eftir það er stórleikur gegn Val þann 20. júlí.
„Mig langar að afreka allt sem er hægt að afreka, vinna deildina og komast í Sambandsdeildina. Það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Næstu vikur fara í að æfa á fullu með Víkingi, koma mér á fullu inn í þetta, kynnast liðsfélögunum og vera hamingjusamur í Víkinni."
„Ég elska að taka menn á, elska að skjóta, góður og áræðinn leikmaður. Mér líður best á kantinum, skiptir ekki máli hvort það sé vinstri eða hægri."
Víkingur sýndi Óskari áhuga 2023 þegar hann fór til Noregs. Víkingur reyndi svo aftur að fá hann í vetrarglugganum í ár. „Það er alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi."
„Ég er ótrúlega spenntur að spila í Víkinni, það verður ótrúlega gaman," segir Óskar.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir