Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Heimir Guðjóns: Tekinn ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
   þri 01. júlí 2025 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Mynd: Víkingur
„Mér líður mjög vel með það, mjög spenntur að spila í Víkinni, heimavelli hamingjunnar," segir Óskar Borgþórsson, sem skrifaði undir samning við Víking í gær, en hann var keyptur frá norska félaginu Sogndal.

„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."

Óskar lék einungis um 150 mínútur með Sogndal fyrri hluta tímabilsins, kom einungis inn á í síðustu sjö leikjum sínum hjá félaginu. Hann fær ekki leikheimild með Víkingi fyrr en 17. júlí og fyrsti leikur eftir það er stórleikur gegn Val þann 20. júlí.

„Mig langar að afreka allt sem er hægt að afreka, vinna deildina og komast í Sambandsdeildina. Það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Næstu vikur fara í að æfa á fullu með Víkingi, koma mér á fullu inn í þetta, kynnast liðsfélögunum og vera hamingjusamur í Víkinni."

„Ég elska að taka menn á, elska að skjóta, góður og áræðinn leikmaður. Mér líður best á kantinum, skiptir ekki máli hvort það sé vinstri eða hægri."


Víkingur sýndi Óskari áhuga 2023 þegar hann fór til Noregs. Víkingur reyndi svo aftur að fá hann í vetrarglugganum í ár. „Það er alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi."

„Ég er ótrúlega spenntur að spila í Víkinni, það verður ótrúlega gaman," segir Óskar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner