Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   þri 01. júlí 2025 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Mynd: Víkingur
„Mér líður mjög vel með það, mjög spenntur að spila í Víkinni, heimavelli hamingjunnar," segir Óskar Borgþórsson, sem skrifaði undir samning við Víking í gær, en hann var keyptur frá norska félaginu Sogndal.

„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."

Óskar lék einungis um 150 mínútur með Sogndal fyrri hluta tímabilsins, kom einungis inn á í síðustu sjö leikjum sínum hjá félaginu. Hann fær ekki leikheimild með Víkingi fyrr en 17. júlí og fyrsti leikur eftir það er stórleikur gegn Val þann 20. júlí.

„Mig langar að afreka allt sem er hægt að afreka, vinna deildina og komast í Sambandsdeildina. Það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Næstu vikur fara í að æfa á fullu með Víkingi, koma mér á fullu inn í þetta, kynnast liðsfélögunum og vera hamingjusamur í Víkinni."

„Ég elska að taka menn á, elska að skjóta, góður og áræðinn leikmaður. Mér líður best á kantinum, skiptir ekki máli hvort það sé vinstri eða hægri."


Víkingur sýndi Óskari áhuga 2023 þegar hann fór til Noregs. Víkingur reyndi svo aftur að fá hann í vetrarglugganum í ár. „Það er alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi."

„Ég er ótrúlega spenntur að spila í Víkinni, það verður ótrúlega gaman," segir Óskar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner