Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   þri 01. júlí 2025 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Óskar Borgþórsson er kominn í Víking.
Mynd: Víkingur
„Mér líður mjög vel með það, mjög spenntur að spila í Víkinni, heimavelli hamingjunnar," segir Óskar Borgþórsson, sem skrifaði undir samning við Víking í gær, en hann var keyptur frá norska félaginu Sogndal.

„Víkingur hafði mikinn áhuga á mér núna og aðeins í apríl, mér leist mjög vel á það, var ekki að fá að spila nóg úti og sá mikla möguleika í því að koma í Víking, sýna mig og gera vel. Mig langaði að fara frá Sogndal, fá að spila fótbolta og sýna hvað ég get."

Óskar lék einungis um 150 mínútur með Sogndal fyrri hluta tímabilsins, kom einungis inn á í síðustu sjö leikjum sínum hjá félaginu. Hann fær ekki leikheimild með Víkingi fyrr en 17. júlí og fyrsti leikur eftir það er stórleikur gegn Val þann 20. júlí.

„Mig langar að afreka allt sem er hægt að afreka, vinna deildina og komast í Sambandsdeildina. Það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Næstu vikur fara í að æfa á fullu með Víkingi, koma mér á fullu inn í þetta, kynnast liðsfélögunum og vera hamingjusamur í Víkinni."

„Ég elska að taka menn á, elska að skjóta, góður og áræðinn leikmaður. Mér líður best á kantinum, skiptir ekki máli hvort það sé vinstri eða hægri."


Víkingur sýndi Óskari áhuga 2023 þegar hann fór til Noregs. Víkingur reyndi svo aftur að fá hann í vetrarglugganum í ár. „Það er alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi."

„Ég er ótrúlega spenntur að spila í Víkinni, það verður ótrúlega gaman," segir Óskar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner