Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Bronckhorst til Liverpool (Staðfest)
Van Bronckhorst og Valero.
Van Bronckhorst og Valero.
Mynd: Liverpool - samsett
Claudio Taffarel er farinn frá Liverpool.
Claudio Taffarel er farinn frá Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool tilkynnti um komu tveggja þjálfara í þjálfarateymi Arne Slot í dag.

Giovanni van Bronckhorst kemur inn sem aðstoðarþjálfari Slot, en sú staða var laus eftir að John Heitinga var ráðinn til Ajax í vor.

Van Bronckhorst er fyrrum landsliðsfyrirliði Hollands og lék m.a. með Barcelona og Arsenal á sínum ferli.

Hann var síðast aðalþjálfari Besiktas en var látinn fara í vetur.

Xavi Valero snýr þá aftur á Anfield en hann kemur til með að þjálfa markmenn aðalliðsins. Hann kemur til Liverpool eftir sjö ár hjá West Ham, þar á undan var hann t.d. hjá Inter, Napoli, Real Madrid og Chelea.

Valero kom fyrst til Liverpool árið 2007 þegar Rafa Benítez var stjóri liðsins og var oft í hans þjálfarateymi.

Markmannsþjálfararnir Fabian Otte og Claudio Taffarel hafa yfirgefið Liverpool. Otte var í eitt ár hjá Liverpool en brasilíska goðsögnin Taffarel var í fjögur ár hjá félaginu.
Athugasemdir
banner