Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 01. júlí 2025 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Háværar þrumur og eldingar er Ísland æfði á keppnisvellinum
Icelandair
EM KVK 2025
Frá æfingu Íslands í dag.
Frá æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska kvennalandsliðið æfði á Stockhorn Arena, keppnisvellinum í Thun, í kvöld.

Þetta var síðasta æfing íslenska liðsins fyrir stóru stundina gegn Finnlandi á morgun er við mætum þeim í fyrsta leik Evrópumótsins.

Það hefur verið gríðarlegur hiti í Thun síðustu daga en inn á milli hefur komið rigning, þrumur og eldingar. Svona er þetta nálægt ölpunum.

Á síðustu æfingu Íslands var grenjandi rigning, háværar þrumur og eldingar.

Það var samt sem áður góð stemning í íslenska hópnum að venju. Stelpurnar okkar eru tilbúnar í fyrsta leik, en það er spáð miklum hita á leiknum á morgun.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner