
Það er fjör á Hlíðarenda þar sem Valsmenn eru að gera jafntefli gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfirr snemma leiks en Jónatan Ingi Jónsson jafnaði metin á 37. mínútu.
Það kom upp umdeilt atvik eftir um stundafjórðung þar sem Albin Skoglund féll eftir viðskipti við Árna Snæ en markvörður Stjörnunnar fékk gult spjald.
Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfirr snemma leiks en Jónatan Ingi Jónsson jafnaði metin á 37. mínútu.
Það kom upp umdeilt atvik eftir um stundafjórðung þar sem Albin Skoglund féll eftir viðskipti við Árna Snæ en markvörður Stjörnunnar fékk gult spjald.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Stjarnan
Ólafur Kristjánsson er að lýsa leiknum á Rúv en hann tjáði sig einnig um atvikið.
„Hann dæmir aukaspyrnu og gult spjald. Ég hefði haldið fyrst hann dæmir að þetta væri aukaspyrna og þá rautt spjald. Það má vera að hann meti það svo að Árni Snær sé að reyna forðast snertinguna. Engu að síður fyrst að hann dæmir þá myndi ég halda að refsingin ætti að vera önnur," sagði Óli.
Andri fannst Skoglund dýfa sér: Sérð hvernig hann dettur
„Mér fannst það vera dýfa. Ég hélt að hann væri að fara spjalda hann fyrir dýfu. Mér fannst þetta aldrei vera brot, sérð bara hvernig hann dettur," sagði Andri Rúnar Bjarnason í viðtali við Rúv í hálfleik.
Athugasemdir