
Það eru allir leikmenn Íslands heilir og klárir í slaginn fyrir fyrsta leik á EM gegn Finnlandi á morgun.
„Staðan er góð, það eru allar heilar og klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Við komum úr þægilegu ferðalagi frá Serbíu og höfum haft það fínt. Við höfum æft vel og verðum klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
„Staðan er góð, það eru allar heilar og klárar í leikinn á morgun. Okkur hefur liðið vel hérna. Við komum úr þægilegu ferðalagi frá Serbíu og höfum haft það fínt. Við höfum æft vel og verðum klár í þetta," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.
En hvernig er líklegt byrjunarlið Íslands í fyrsta leik á EM? Við sjáum það svona.

Við spáum því að það verði ein breyting frá leiknum gegn Serbíu á dögunum; að Sædís Rún Heiðarsdóttir muni koma inn fyrir Guðnýju Árnadóttur.
Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir