16-liða úrslitunum á HM félagsliða lauk í nótt þegar Dortmund lagði Monterrey frá Mexíkó þar sem Serhou Guirassy skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri.
Þrjú evrópsk lið féllu úr leik í 16-liða úrslitunum en það voru Inter sem tapaði gegn Fluminense frá Brasilíu, Man City tapaði í framlengingu gegn Al-Hilal frá Sádí-Arabíu og Juventus tapaði gegn Real Madrid.
Þrjú evrópsk lið féllu úr leik í 16-liða úrslitunum en það voru Inter sem tapaði gegn Fluminense frá Brasilíu, Man City tapaði í framlengingu gegn Al-Hilal frá Sádí-Arabíu og Juventus tapaði gegn Real Madrid.
8-liða úrslitin hefjast á föstudaginn en Fluminense og Al-Hilal mætast klukkan 19 og Palmeiras frá Brasilíu mætir Chelsea klukkan eitt aðfaranótt laugardags.
Á laugardaginn eru síðan tveir Evrópuslagir. PSG mætir Bayern klukkan 16 og klukkan 20 mætast Real Madrid og Dortmund.
föstudagur 4. júlí
19:00 Fluminense - Al Hilal Riyadh
laugardagur 5. júlí
01:00 Palmeiras - Chelsea
16:00 PSG - Bayern
20:00 Real Madrid - Dortmund
Chelsea are into the quarter-finals of the Club World Cup. pic.twitter.com/ZKaV1jFSgc
— TweetChelseaUK (@TweetChelseaUK) July 2, 2025
Athugasemdir