Fótbolti.net sagði frá því í gær að Valur væri í viðræðum við Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Samningur hans við KR rennur út um áramótin og það er það stutt er eftir af samningi hans við KR að önnur félög mega samkvæmt reglum KSÍ ræða við hann en þurfa þá að láta KR vita af því áður.
Samningur hans við KR rennur út um áramótin og það er það stutt er eftir af samningi hans við KR að önnur félög mega samkvæmt reglum KSÍ ræða við hann en þurfa þá að láta KR vita af því áður.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari Vals, var spurður út í þessar fregnir eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.
„Ég vil ekki tjá mig um neina leikmenn sem eru ekki hjá Val. Við erum að spila það marga leiki að það eina sem ég er að hugsa um er að undirbúa liðið fyrir næsta leik og undirbúningurinn hefst á morgun," sagði Túfa.
Talað var um það í Innkastinu hér á Fótbolta.net að Jóhannes vonist til þess að halda út í atvinnumennsku að tímabilinu loknu.
Athugasemdir