Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 14. september 2025 17:11
Gunnar Bjartur Huginsson
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tók á móti Fram í lokaumferð Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. FH lentu undir í fyrri hálfleik eftir frábært mark Israel Garcia en skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Það var hins vegar Sigurjón Rúnarsson sem gerði mark í lok leiks, til þess að jafna leikinn fyrir Fram. Þrátt fyrir jafntefli eru FH-ingar tryggðir í efri hlutann.

Nei, það fannst mér ekki. Framarar komu hérna og þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það og tóku tíma í allt. Þeir eru með mjög gott lið og frábæran þjálfara. Þeir skoruðu mark og héldu áfram að reyna að drepa tempóið og Villi (Vilhjálmur Alvar dómari) leyfði þeim það," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður hvort að 2-2 hafi verið sanngjörn niðurstaða. 


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Fram

Jóhann Ægir Arnarsson, leikmaður FH var búinn að vera inn á í tvær mínútur, þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. 

Mér fannst Villi dæma leikinn mjög vel og mér finnst Villi frábær dómari. En ég talaði við hann í hálfleik og okay það er bætt við einni mínútu í fyrri hálfleik, þar sem Framarar voru að tefja innköst og aukaspyrnur og allt það. Svo komum við inn í seinni hálfleik og þeir eru að tefja. Svo skorum við og komumst yfir og við erum ekki eins klókir og þeir að tefja leikinn. Þá hlýtur það að vera þannig að liðið sem er ekki búið að vera tefja, hljóta að hagnast á því."

Með þessu jafntefli eru FH-ingar endanlega gulltryggðir inn í efra hlutann og sitja þannig í fimmta sæti Bestu deildar karla. 

Auðvitað vildum við enda þar og það tókst. En eins og við höfum talað um, þurfum við bara að setjast niður í vikunni og finna ný markmið."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner