Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
   sun 14. september 2025 17:11
Gunnar Bjartur Huginsson
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tók á móti Fram í lokaumferð Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. FH lentu undir í fyrri hálfleik eftir frábært mark Israel Garcia en skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Það var hins vegar Sigurjón Rúnarsson sem gerði mark í lok leiks, til þess að jafna leikinn fyrir Fram. Þrátt fyrir jafntefli eru FH-ingar tryggðir í efri hlutann.

Nei, það fannst mér ekki. Framarar komu hérna og þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það og tóku tíma í allt. Þeir eru með mjög gott lið og frábæran þjálfara. Þeir skoruðu mark og héldu áfram að reyna að drepa tempóið og Villi (Vilhjálmur Alvar dómari) leyfði þeim það," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður hvort að 2-2 hafi verið sanngjörn niðurstaða. 


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Fram

Jóhann Ægir Arnarsson, leikmaður FH var búinn að vera inn á í tvær mínútur, þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. 

Mér fannst Villi dæma leikinn mjög vel og mér finnst Villi frábær dómari. En ég talaði við hann í hálfleik og okay það er bætt við einni mínútu í fyrri hálfleik, þar sem Framarar voru að tefja innköst og aukaspyrnur og allt það. Svo komum við inn í seinni hálfleik og þeir eru að tefja. Svo skorum við og komumst yfir og við erum ekki eins klókir og þeir að tefja leikinn. Þá hlýtur það að vera þannig að liðið sem er ekki búið að vera tefja, hljóta að hagnast á því."

Með þessu jafntefli eru FH-ingar endanlega gulltryggðir inn í efra hlutann og sitja þannig í fimmta sæti Bestu deildar karla. 

Auðvitað vildum við enda þar og það tókst. En eins og við höfum talað um, þurfum við bara að setjast niður í vikunni og finna ný markmið."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner