Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 22. umferð - Það var kallað eftir mörkum og hann svaraði
Valdimar Þór Ingimundarson - Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur fór á kostum á Meistaravöllum á sunnudaginn. KR-ingar voru eins og lömb leidd til slátrunar og töpuðu 0-7.

Besti maður vallarins og Sterkasti leikmaður umferðarinnar er Valdimar Þór Ingimundarson sem skoraði þrennu og var heimamönnum til mikilla leiðinda.

Sparkspekingar höfðu kallað eftir því að Valdimar færi að skila inn fleiri mörkum og hann svaraði kallinu. Hann hefur skorað fimm mörk í síðustu þremur leikjum.

„Það er alltaf gott þegar maður tikkar inn mörkum. Svo er líka frammistaðan í leikjunum sem skiptir máli, ekki bara mörkin," sagði Valdimar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Víkingar eru með tveggja stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar nú þegar komið er að tvískiptingunni.

„Við erum að fara í einn leik í einu. Markatalan er sterk, en þá þurfum við fyrst og fremst að sækja þessa þrjá punkta í hverjum leik. Þetta er veisla, við þurfum að sjá hver fyrsti leikurinn er og undirbúa sig fyrir hann."


Leikmenn umferðarinnar:
21. umferð - Freyr Sigurðsson (Fram)
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Athugasemdir