Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 14. september 2025 22:16
Sölvi Haraldsson
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Jökull.
Jökull.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel. Mér fannst þetta góður leikur, við spiluðum vel og það var frábært orkustig hjá okkur. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið.“ sagði Jökull Elísabetarson eftir 2-1 útisigur gegn Val.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Stjarnan

Hvað er að tikka hjá Stjörnunni sem klára hefðbundna deildarkeppni á 5 sigrum í röð?

„Mér fannst við bara betra liðið í dag. Færið (markið) þeirra í fyrri hálfleik var langskot upp í skeytin. Seinni hálfleikurinn fannst mér janfari og þeir herja á okkur en það er eðlilegt. Mér fannst við verjast vel og það sem er að tikka hjá okkur er að við erum með sterkt lið og er komið langt. En svo er þetta bara einn leikur, við erum ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna.“

Jökull segir þetta vera ein besta frammistaða liðsins í síðustu leikjum.

„Þetta er sterkasta frammistaðan okkar af síðustu nokkrum leikjum. Við komum betur inn í þennan leik en síðustu leiki. Það er maður í banni hjá okkur sem á heiðurinn á því, Alex Þór, sem í rauninni setti upp mjög sterkt mental gameplan fyrir leikinn. Hann er sterkur og stór hluti af liðinu. Ég nenni ekki að gera meira úr þessum leik en hann var, bara sterkur sigur en við áttum hann skilið og við förum svo bara í næsta leik.“

Samúel Kári lætur reka sig af velli í lokin. Brýtur augljóslega af sér og fær sitt annað gula spjald, var það ekki óþarfi hjá Samúel?

„Ég nenni ekki að kommenta á það, þetta er eins og það er. Ég held að hann hafi verið kominn í bann hvort eð er á uppsöfnuðum gulum spjöldum. Restin verður kannski aðeins brattari, en við dílum við það við vorum með fjóra í banni um daginn.“

Hvernig líst Jökli á þessa spennandi úrslitakeppni sem er framundan?

„Mér líst mjög vel á framhaldið. Ég held að það sé mjög áhugaverð úrslitakeppni framundan í bæði efri og neðri hlutanum. Víkingar líta helvíti vel út og hafa gert það í nokkra leiki. En annars held ég að hver einasti leikur verði fáranlega erfiður. Við fögnum þessu vel núna og eigum þétta og sterka viku.“ sagði Jökull að lokum.

Viðtalið við Jökul má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner