Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Neðri hluti Bestu - Allra augu verða á Akureyri
Upphitun fyrir fyrstu umferðina eftir tvískiptingu
Fatai snýr aftur eftir leikbann hjá Vestra.
Fatai snýr aftur eftir leikbann hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Björn Stefánsson er á eldi.
Ómar Björn Stefánsson er á eldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV.
Alex Freyr Hilmarsson fyrirliði ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull þarf að stíga upp ef Afturelding á að halda sér.
Jökull þarf að stíga upp ef Afturelding á að halda sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
23. umferð Bestu deildarinnar er framundan en óhætt er að segja að keppni hafi aldrei verið eins spennandi. Nú er búið að skipta deildinni upp og hér hitum við upp og skoðum ýmsa fréttapunkta fyrir komandi leiki í neðri hlutanum.

Vestri og ÍA mætast á Ísafirði á laugardaginn en hinir tveir leikirnir verða svo á sunnudaginn.



laugardagur 20. september
16:05 Vestri-ÍA (Kerecisvöllurinn)


Bikarmeistararnir hafa aðeins náð í eitt stig úr fjórum síðustu leikjum og umræða um bikarþynnku hefur verið vinsæl. Davíð Smári þjálfari liðsins gagnrýndi sína menn eftir 4-1 tap gegn KA í síðustu umferð og sagði þá hafa gleymt fyrir hvað Vestri stendur. Fyrir bikarsigurinn hafði Vestri mest fengið á sig tvö mörk í sama leiknum en eftir hann hefur liðið tapað tveimur leikjum 4-1. Vestramenn þurfa að ræsa sig í gang aftur ef þeir ætla ekki að sogast í verulega fallhættu.

   14.09.2025 18:20
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum


Sparkspekingar höfðu dæmt Skagamenn dauða og grafna en með tveimur sigurleikjum í röð hefur kviknað von á Akranesi. Skyndilega er liðið komið upp úr neðsta sætinu og leikmenn fara á koddann utan fallsvæðisins ef sigur vinnst á Ísafirði.

   18.09.25 12:57
Rúnar Már: Býst ekki við að festast þarna


Fyrri leikir á tímabilinu: ÍA 0-2 Vestri, Vestri 0-2 ÍA.
Stuðlar Epic: Vestri 2,25 - Jafntefli 3,75 - ÍA 3,05.
Leikmaður til að fylgjast með: Ómar Björn Stefánsson er heitur hjá Skaganum með þrjú mörk í tveimur síðustu leikjum.
Mikið mun mæða á: Fatai Gbadamosi varnartengiliður Vestra var í banni gegn KA og var sárt saknað.



sunnudagur 21. september
16:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)


Eyjamenn voru hársbreidd frá því að koma sér í efri hlutann og eru vafalítið mjög svekktir yfir því að hafa á endanum ekki náð yfir punktalínuna. Engu að síður hefur tímabilið verið afbragðsfínt hjá ÍBV liðinu sem var neðst í öllum spám fyrir mótið. Eyjamenn elska nýja gervigrasið sitt á Hásteinsvelli þar sem þeir hafa unnið alla leiki, fyrir utan einn sem endaði með jafntefli gegn toppliði Víkings.

   15.09.2025 21:56
Láki: Þetta réðst ekki hér


Eftir að hafa verið á góðu róli fyrri hluta mót hefur Afturelding ekki unnið síðan 23. júní en sá leikur var einmitt gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Liðið hafði krækt í 17 af 22 stigum sínum þegar tólf umferðir voru búnar af mótinu. Eftir tap í fallslagnum gegn ÍA í síðustu umferð er Afturelding í neðsta sæti deildarinnar og virðist hafa tapað trú og sjálfstrausti. Skyndilega eru menn orðnir litlir í sér og verða nauðsynlega að finna aftur það sem einkenndi þá fyrri hluta mótsins.

   18.09.2025 16:12
Mosfellingar tilbúnir í fimm stríð - „Okkur hefur vantað smá 'Bad boy element'“


Fyrri leikir á tímabilinu: Afturelding 0-0 ÍBV, ÍBV 1-2 Afturelding.
Stuðlar Epic: ÍBV 1,91 - Jafntefli 4,00 - Afturelding 3,80
Leikmaður til að fylgjast með: Alex Freyr Hilmarsson er umferðarstjórinn á miðju Eyjamanna.
Mikið mun mæða á: Jökull Andrésson þarf að spila betur í marki Aftureldingar. Getur mun meira en hann hefur sýnt.



sunnudagur 21. september
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)


Akureyringar eru svekktir yfir því að hafa ekki náð í efri hlutann en annað tímabilið í röð var slæm byrjun á sumrinu að leika þá grátt. Þrátt fyrir aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum þá náði KA ekki efri hlutanum. Varnarmennirnir Birgir Baldvinsson og Ívar Örn Árnason fyrirliði verða í banni hjá KA.

   16.09.2025 15:02
Einungis eitt tap frá komu Birnis og sá besti blómstrar - „Myndi elska að hafa hann áfram"


Sigursælasta lið landsins er í bullandi fallhættu og allra augu munu beinast að Akureyri á sunnudaginn enda er KR lið sem allir fylgjast með og hafa skoðun á. Óskar Hrafn Þorvaldsson virkaði sleginn eftir 0-7 tapið gegn Víkingi í síðustu umferð og KR gæti verið komið í fallsæti á sunnudaginn. Formaður KR segir engar líkur á þjálfarabreytingu og þó fall í Lengjudeildina yrði niðurstaðan þá yrði Óskar áfram.

   14.09.2025 19:11
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins


Fyrri leikir á tímabilinu: KA 2-2 KR, KR 1-2 KA.
Stuðlar Epic: KA 1,90 - Jafntefli 4,33 - KR 3,60
Leikmaður til að fylgjast með: Hallgrímur Mar Steingrímsson, að vanda!
Mikið mun mæða á: Miðvörðurinn Finnur Tómas Pálmason hefur átt erfitt tímabil en þarf að stíga upp. Júlíus Mar Júlíusson félagi hans tekur út bann í þessum leik.

   15.09.2025 11:43
Formaður KR: Engar líkur á þjálfarabreytingu hjá KR

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
2.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
3.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
4.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
5.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
6.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner