Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
   sun 14. september 2025 17:39
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við frammistöðu síns liðs í dag.
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við frammistöðu síns liðs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsótti FH á Kaplakrikavöll í dag en liðin skildu jöfn 2-2. Framarar komust yfir í fyrri hálfleik en lentu undir eftir þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik frá varamönnum FH. Þeim tókst þó að klóra í bakkann og kom jöfnunarmarkið undir lok leiks.

Mér fannst við vera með ágætis tök, þangað til Heimir gerir þrefalda skiptingu og hleypir nýju blóði í leikinn þeirra. Við náðum ekki að bregðast almennilega við þeim breytingum en svo verðum við einum fleiri og það í rauninni breytir þessu fyrir okkur. Það hefði verið erfitt að sækja mark og eitt stig, ef þeir hefðu verið ellefu inn á. En við náðum að troða inn einu marki í restina og sendum Sigurjón fram í senterinn og vorum búnir að plana það í vikunni. Við hefðum hæglega geta stolið þessu, þegar Róbert skallar framhjá."


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Fram

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leik að Framarar hefðu reynt að svæfa og tefja leikinn mikið og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Ég ætla ekki að segja að við höfum verið að svæfa. Við erum yfir 1-0, staðan er fín og þá þurfa menn ekkert að flýta sér að taka innköst og svona. Þú vilt samt róa leikinn, ég meina við þurftum sigur og eðlilegt að við reynum bara að halda tempóinu niðri. Við erum að spila á grasvelli sem við erum óvanir og Fred var búinn að biðja um skiptingu eftir 65 mínútur. Ég leyfði Fred ekkert að fara útaf og sérstaklega þegar þú lendir undir, þá tekurðu ekki besta manninn í liðinu útaf."

Fram eru sem stendur í síðasta sæti efri hlutans en þeir þurfa að treysta á að Breiðablik vinni eða geri jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun, svo að þeir haldi sæti sínu þar.

Ég ætla ekkert að treysta á eitt né neitt. Örlögin eru ekki í okkar höndum og við þurfum að vona það besta. Eyjamenn hafa verið gríðarlega sterkir í sumar og komið mörgum liðum á óvart. Þannig að við verðum að vona það besta."


Athugasemdir