Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 19. október 2019 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola skoðar Atalanta frekar en að horfa á leik morgundagsins
Manchester City sigraði Crystal Palace í dag og er með sigrinum fimm stigum á eftir Liverpool sem mætir Manchester United á morgun.

Pep Guardiola, stjóri City, var spurður eftir leik í dag hvort hann myndi horfa á stórleikinn á morgun.

„Ég verð að horfa á Atalanta," sagði Guardiola

Manchester City mætir Atalanta í næsta Meistaradeildarleik en sá leikur fer fram á þriðjudag.

Guardiola mun því horfa á það helsta úr leik Atalanta og Lazio sem fram fór í dag frekar en að horfa á keppinauta sína í Liverpool á morgun.

Leikur Atalanta og Lazio endaði með 3-3 jafntefli
Athugasemdir
banner