Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 20:31
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er nú meira andskotans ruglið“
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Madrídingurinn Jude Bellingham segist ekki hafa átt neinn þátt í því að Xabi Alonso hafi hætt sem þjálfari Real Madrid en hann er kominn með nóg af falsfréttum fjölmiðla.

Spænskir miðlar sögðu Bellingham ekki styðja Alonso og að hann hafi átt sinn þátt í að Alonso sé ekki lengur þjálfari liðsins.

Alonso hætti með Real Madrid í gær og tók Alvaro Arbeloa við starfinu.

Í dag sagði Jürgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpoo, að það væri eitthvað mikið að hjá Real Madrid. Klefinn er sundraður og mörg skemmd epli þar, en þar hafa þeir Kylian Mbappe, Vinicius Junior og Bellingham verið nefndir til sögunnar.

Bellingham segist þó ekki eiga neinn þátt í því að Alonso sé horfinn á braut.

„Hingað til hef ég leyft allt of mörgum af þessum fréttum sem vind um eyru þjóta í von um að sannleikurinn muni á endanum koma fram, en í alvöru talað þá verð ég bara að segja að þetta er nú meira andskotans ruglið.“

„Ég finn bara til með fólki sem trúir hverju einasta orð hjá þessum trúðum og heimildarmönnum þeirra. Ekki trúa öllu sem þoð lesið því það þarf af og til að láta þá taka ábyrgð á að dreifa svona skaðlegum misvítandi upplýsingum bara til þess að fá klikkin og bæta ofan á þessar deilur,“
sagið Bellingham.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner