Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   mán 12. janúar 2026 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus pakkaði nýliðunum saman
Weston McKennie var öflugur með Juve í kvöld
Weston McKennie var öflugur með Juve í kvöld
Mynd: EPA
Juventus 5 - 0 Cremonese
1-0 Bremer ('12 )
2-0 Jonathan David ('15 )
3-0 Kenan Yildiz ('35 )
3-0 Kenan Yildiz ('35 , Misnotað víti)
4-0 Filippo Terracciano ('48 , sjálfsmark)
5-0 Weston McKennie ('64 )

Juventus vann auðveldan 5-0 sigur á nýliðum Cremonese í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Þeir svört hvítu voru með undirtökin frá fyrstu mínútu og komust í tveggja marka forystu eftir aðeins stundarfjórðung.

Varnarmaður Bremer skoraði á 12. mínútu leiksins og bætti Jonathan David við öðru þremur mínútum síðar. Khephren Thuram átti frábært hlaup upp völlinn áður en hann lagði boltann til hliðar á David sem lagði boltann í hægra hornið.

Tyrkneski vængmaðurinn Kenan Yildiz bætti við þriðja markinu. Juve fékk vítaspyrnu sem markvörðurinn varði frá Yildiz en Tyrkinn fékk boltann aftur og skoraði.

Weston McKennie átti síðustu tvö mörk Juventus, þó fyrra mark hans hafi verið skráð sem sjálfsmark á Filippo Terracciano. McKennie komst framhjá markverðinum og lagði boltann í átt að marki áður en Terracciano tæklaði hann í netið.

Bandaríkjamaðurinn fékk seinna markið skráð á sig en það gerði hann með góðum skalla úr teignum eftir fyrirgjöf frá hægri.

Þægilegt hjá Juventus sem er í 4. sæti með 39 stig en Cremonese í 13. sæti með 22 stig.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner