Xabi Alonso var rekinn frá Real Madrid í gær. Innan við klukkutíma síðar tilkynnti félagið að Alvaro Arbeloa, þjálfari varaliðs félagsins og hans fyrrum liðsfélag, hefði verið ráðinn í stað.
Arbeloa, sem er 42 ára, lék sem hægri bakvörður hjá Real Madrid og spænska landsliðinu og var hjá Liverpool á sínum tíma.
Síðustu fimm og hálft ár hefur hann starfað við þjálfun hjá Real Madrid. Fyrst tók hann við U14 liðinu, fór síðan í U16 og var þrjú ár með U19 áður en hann tók við varaliðinu af Raul Gonzalez síðasta sumar.
Hann er í miklum metum hjá Florentino Perez, forseta félagsins. Samband þeirra er afar gott.
Arbeloa, sem er 42 ára, lék sem hægri bakvörður hjá Real Madrid og spænska landsliðinu og var hjá Liverpool á sínum tíma.
Síðustu fimm og hálft ár hefur hann starfað við þjálfun hjá Real Madrid. Fyrst tók hann við U14 liðinu, fór síðan í U16 og var þrjú ár með U19 áður en hann tók við varaliðinu af Raul Gonzalez síðasta sumar.
Hann er í miklum metum hjá Florentino Perez, forseta félagsins. Samband þeirra er afar gott.
Ástríða og tilfinningar
Alls hefur Arbeloa stýrt 200 leikjum fyrir Real Madrid akademíuna og unnið 151 af þeim. Lið hans eru vön því að spila 4-3-3 leikkerfi þar sem bakverðir taka virkan þátt í sóknarleiknum. Hann notar vængina mikið, með klassíska 'níu' fremst og einn varnartengilið á miðjunni.
Án boltans leggur Arbeloa mikla áherslu á hápressu og nálgun hans hefur verið líkt við Jurgen Klopp. Hann ku vera óhræddur við að taka stórar ákvarðanir í leikjum til að reyna að breyta framgangi þeirra.
Real Madrid lítur á Arbeloa sem nútímalegan og mjög faglegan þjálfara. Hann notar nútímatækni talsvert mikið til að greina æfingar og leiki og myndar oft æfingar með drónum.
Þá er ástríðan til staðar. Hann lætur í sér heyra á hliðarlínunni , reynir að kveikja í leikmönnum sínum og óhræddur við að láta dómarana heyra það. Eitthvað sem fellur vel í kramið hjá þeim sem hafa völdin hjá Real Madrid.
Þar liggur kannski helsti munurinn á Alonso og Arbeloa. Sá fyrrnendi er þekktur fyrir yfirvegun og ró á meðan tilfinningarnar eru meira áberandi hjá Arbeloa.
Ekki kom fram í tilkynningu Real Madrid hversu langan samning Arbeloa gerði. Hann er allavega tekinn við og búist er við því að hann stýri Madrídarliðinu út tímabilið að minnsta kosti.
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Barcelona | 19 | 16 | 1 | 2 | 53 | 20 | +33 | 49 |
| 2 | Real Madrid | 19 | 14 | 3 | 2 | 41 | 17 | +24 | 45 |
| 3 | Villarreal | 18 | 13 | 2 | 3 | 37 | 17 | +20 | 41 |
| 4 | Atletico Madrid | 19 | 11 | 5 | 3 | 34 | 17 | +17 | 38 |
| 5 | Espanyol | 19 | 10 | 4 | 5 | 23 | 20 | +3 | 34 |
| 6 | Betis | 19 | 7 | 8 | 4 | 31 | 25 | +6 | 29 |
| 7 | Celta | 19 | 7 | 8 | 4 | 25 | 20 | +5 | 29 |
| 8 | Athletic | 19 | 7 | 3 | 9 | 17 | 25 | -8 | 24 |
| 9 | Elche | 19 | 5 | 8 | 6 | 25 | 24 | +1 | 23 |
| 10 | Vallecano | 19 | 5 | 7 | 7 | 16 | 22 | -6 | 22 |
| 11 | Real Sociedad | 19 | 5 | 6 | 8 | 24 | 27 | -3 | 21 |
| 12 | Getafe | 19 | 6 | 3 | 10 | 15 | 25 | -10 | 21 |
| 13 | Girona | 19 | 5 | 6 | 8 | 18 | 34 | -16 | 21 |
| 14 | Sevilla | 19 | 6 | 2 | 11 | 24 | 30 | -6 | 20 |
| 15 | Osasuna | 19 | 5 | 4 | 10 | 18 | 22 | -4 | 19 |
| 16 | Alaves | 19 | 5 | 4 | 10 | 16 | 24 | -8 | 19 |
| 17 | Mallorca | 19 | 4 | 6 | 9 | 21 | 28 | -7 | 18 |
| 18 | Valencia | 19 | 3 | 8 | 8 | 18 | 31 | -13 | 17 |
| 19 | Levante | 18 | 3 | 5 | 10 | 21 | 30 | -9 | 14 |
| 20 | Oviedo | 19 | 2 | 7 | 10 | 9 | 28 | -19 | 13 |
Athugasemdir



