Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   mán 12. janúar 2026 13:00
Elvar Geir Magnússon
Juventus undirbýr formlegt tilboð í Chiesa
Mynd: EPA
Juventus ætlar í dag að leggja fram formlegt tilboð í Federico Chiesa, leikmann Liverpool. Þetta segir Tuttosport.

Juventus vill fá hann á lánssamningi en með ákvæðum um kaup að uppfylltum ákveðnum skilyrðum tengdum leikjafjölda.

Það eru ákveðin flækjustig í viðræðunum, bæði fjárhagsleg og þá er Arne Slot ekki viss um að kveðja vængmanninn á þessum tímapunkti.

Þá getur ákvörðun Liverpool varðandi Chiesa tengst því hvað verður um Mohamed Salah sem er með Egyptalandi í Afríkukeppninni.

Chiesa, sem er 28 ára, hefur skorað tvö mörk í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner