Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vítaspyrnumark færði Celta Vigo mikilvægan sigur
Marcos Alonso fagnar sigurmarki sínu gegn Sevilla
Marcos Alonso fagnar sigurmarki sínu gegn Sevilla
Mynd: EPA
Sevilla 0 - 1 Celta
0-1 Marcos Alonso ('88 , víti)

Celta Vigo vann annan deildarleikinn í röð er liðið marði 1-0 útisigur á Sevilla í La Liga í kvöld.

Sevilla hafði tapað fimm heimaleikjum á leiktíðinni fram að þessum leik á meðan Celta hafði fagnað nokkuð góðum árangri á útivelli undanfarna mánuði.

Eina mark leiksins kom á 86. mínútu leiksins. Oso steig á Ilaix Moriba, miðjumanni Celta, og vítaspyrna dæmd. Marcos Alonso skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni og tryggði Celta sigurinn.

Celta Vigo er í 7. sæti með 29 stig og færist nær Evrópusæti en Sevilla í 14. sæti með aðeins 20 stig.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner