Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 10:34
Elvar Geir Magnússon
VAR mistökum fjölgar frá síðasta tímabili
Mynd: EPA
Mistök tengd VAR myndbandsómgæslunni í ensku úrvalsdeildinni eru fleiri en á sama tíma á síðasta tímabili.

Eftir fyrri hluta síðasta tímabils voru mistökin tíu en eru nú þrettán. Það er því 30% aukning á mistökum.

Þetta er þó bæting frá tímabilunum þar á undan en 20 mistök höfðu verið gerð á þessum tímapunkti 2023-24 tímabilið og 23 tímabilið 2022-23.

Langalgengustu mistökin eru þau að VAR bregðist ekki við þegar það á að gera það. Ellefu af þrettán mistökum þessa tímabils eru þannig.

Hin tvö mistökin eru þau að VAR bregðist við réttum niðurstöðum og þær verða rangar.
Athugasemdir
banner
banner