Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 09:40
Elvar Geir Magnússon
Samkomulag við Carrick í höfn - Leikmenn sem vildu ekki Solskjær
Málin kláruð í dag
Carrick og Bruno Fernandes.
Carrick og Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Breska ríkisútvarpið fjallar um það að Manchester sé búið að ná samkomulagi við Michael Carrick um að hann taki við Manchester United út tímabilið.

Verið sé að ganga frá formsatriðum og ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að það verði klárað í dag. Tilkynning er væntanleg.

Carrick ætti því að stýra United á æfingu á morgun en liðið kemur þá aftur saman eftir stutt frí.

Ole Gunnar Solskjær var talinn líklegastur til að taka við sem bráðabirgðastjóri en Mirror segir að nokkrir af reynslumeiri leikmönnum liðsins hafi verið því mótfallnir og látið skoðun sína í ljós við stjórnendur. Solskjær stýrði United milli 2018 og 2021.

Carrick vann fimm Englandsmeistaratitla sem leikmaður Manchester United og var um stutt skeið bráðabirgðastjóri áður en Ralf Rangnick tók við. Hann stýrði Middlesbrough en var rekinn þaðan síðasta sumar.
Athugasemdir
banner