Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 17:17
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tóta búinn að rifta í Armeníu og heldur heim til Íslands
Gummi Tóta er á heimleið.
Gummi Tóta er á heimleið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson hefur komist að samkomulagi um riftun á samningi sínum við Noah í Armeníu. Hann er á heimleið og hyggst spila í Bestu deildinni hér á Íslandi á komandi tímabili.

„Gummi Tóta og FC Noah hafa komist að samkomulagi að enda samninginn að frumkvæði Guðmundar sem vill flytja heim með fjölskylduna sína til frambúðar," segir Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, á X.

„Gummi Tóta snýr heim eftir 15 góð ár samfleytt í atvinnumennsku þar sem hann vann fjölda titla. GT myndi styrkja öll lið í Bestu."

Guðmundur er Selfyssingur sem lék með ÍBV áður en hann fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum áratug síðan. Guðmundur, sem er 33 ára og á að baki 15 landsleiki, hefur verið orðaður við Val og KR í vetur.


Athugasemdir