Það varð gerð reglubreyting á enska deildabikarnum fyrir tímabilið sem leyfir leikmönnum að spila fyrir annað lið í keppninni ef þeir skipta um félag eftir að keppnin byrjar.
Það kemur sér vel fyrir Manchester City að það varð gerð reglubreyting því Antoine Semenyo má spila með liðinu gegn Newcastle í undanúrslitum keppninnar í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað með Bournemouth fyrr á tímabilinu.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í þetta á fréttamannafundi í gær og setti upp skakkt bros.
Það kemur sér vel fyrir Manchester City að það varð gerð reglubreyting því Antoine Semenyo má spila með liðinu gegn Newcastle í undanúrslitum keppninnar í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað með Bournemouth fyrr á tímabilinu.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í þetta á fréttamannafundi í gær og setti upp skakkt bros.
„Já, það var gaman að komast að því að reglunni hefði verið breytt eftir að fréttir af félagaskiptum hans bárust."
„Þetta er regla sem ég er ekki mikill stuðningsmaður af á þessum tímapunkti."
„Antnoine hefur átt ótrúlegt tímabil. Ég er mikill aðdáandi hans og hann skoraði í frumrauninni, vel gert hjá honum. Mér finnst City hafa keypt mjög góðan leikmann," sagði Howe. Semenyo er 26 ára Ganverji sem City greiddi 62,5 milljónir punda fyrir fyrr í þessum mánuði.
Newcastle lenti í því fyrir þremur árum að geta ekki notað Martin Dubravka í úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester United. Aðalmarkvörðurinn Nick Pope var í leikbanni og Dubravka mátti ekki spila þar sem hann hafði verið á láni hjá Man Utd fyrri hluta tímabilsins og spilað í deildabikarnum. Loris Karius varði mark Newcastle í þeim leik og Man Utd vann 2-0 á Wembley. Dubravka fékk í kjölfarið gullmedalíuna.
Fyrri undanúrslitaleikur Newcastle og Manchester City hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni á Sýn Sport Viaplay.
Athugasemdir




