Leikmenn Real Madrid stóðu ekki heiðursvörð fyrir Barcelona eftir úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í gær. Kylian Mbappe stýrði þeirri ákvörðun að Madrídarliðið myndi ekki heiðra keppinauta sína eftir leikinn.
Barcelona vann 3-2 sigur í leiknum en Mbappe hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir hegðun sína. Þar á meðal frá Joan Laporta, forseta Barcelona.
Barcelona vann 3-2 sigur í leiknum en Mbappe hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir hegðun sína. Þar á meðal frá Joan Laporta, forseta Barcelona.
„Þessi hegðun hans kemur mér á óvart. Þú þarft að sýna virðingu, bæði í sigrum og töpum. Þetta er íþrótt og þú þarft að hegða þér almennilega. Í sigri okkar sýndum við andstæðingnum virðingu. Ég skil ekki þessa hegðun hans," segir Laporta.
„Ég tók ekki eftir þessari beiðni Mbappe á staðnum en þeir hafa greinilega verið mjög pirraðir."
Kylian Mbappé stopping his teammates from giving Barcelona the champions guard of honor last night. He moved the away. pic.twitter.com/ddDXa3CBLp
— Prince ???? (@Princeutd1P) January 12, 2026
Athugasemdir




