Þorleifur Úlfarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga til liðs við bandaríska liðið Loudoun United frá Breiðabliki.
Samningur Þorleifs við Breiðablik rann út nú um áramótin en hann gekk í raðir Breiðabliks síðasta maí frá ungverska liðinu Debrecen.
Þorleifur hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár en hann kom aðeins við sögu í þremur leikjum í Bestu deildinni og tveimur í Sambandsdeildinni með Blikum.
Samningur Þorleifs við Breiðablik rann út nú um áramótin en hann gekk í raðir Breiðabliks síðasta maí frá ungverska liðinu Debrecen.
Þorleifur hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár en hann kom aðeins við sögu í þremur leikjum í Bestu deildinni og tveimur í Sambandsdeildinni með Blikum.
Loudon United spilar í bandarísku USL-deildinni sem er sú næststerkasta í Bandaríkjunum á eftir MLS-deildinni. Liðið er staðsett í Leesburg í Virginíu. Óttar Magnús Karlsson lék í deildinni fyrir þremur árum með Oakland Roots.
Þorleifur er 24 ára framherji, uppalinn hjá Breiðabliki, og hefur getið sér gott orð í Bandaríkjunum. Hann sló í gegn í háskólaboltanum með Duke-háskólanum og var valinn af Houston Dynamo í nýliðavali MLS fyrir fjórum árum.
Hann lék alls 61 leiki fyrir Houston Dynamo í MLS deildinni og skoraði átta mörk með félaginu.
Athugasemdir


