Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 10:19
Kári Snorrason
Þorleifur yfirgefur Breiðablik og fer til Bandaríkjanna
Þorleifur Úlfarsson er á leið aftur til Bandaríkjana.
Þorleifur Úlfarsson er á leið aftur til Bandaríkjana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga til liðs við bandaríska liðið Loudoun United frá Breiðabliki.

Samningur Þorleifs við Breiðablik rann út nú um áramótin en hann gekk í raðir Breiðabliks síðasta maí frá ungverska liðinu Debrecen.

Þorleifur hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár en hann kom aðeins við sögu í þremur leikjum í Bestu deildinni og tveimur í Sambandsdeildinni með Blikum.

Loudon United spilar í bandarísku USL-deildinni sem er sú næststerkasta í Bandaríkjunum á eftir MLS-deildinni. Liðið er staðsett í Leesburg í Virginíu. Óttar Magnús Karlsson lék í deildinni fyrir þremur árum með Oakland Roots.

Þorleifur er 24 ára framherji, uppalinn hjá Breiðabliki, og hefur getið sér gott orð í Bandaríkjunum. Hann sló í gegn í háskólaboltanum með Duke-háskólanum og var valinn af Houston Dynamo í nýliðavali MLS fyrir fjórum árum.

Hann lék alls 61 leiki fyrir Houston Dynamo í MLS deildinni og skoraði átta mörk með félaginu.

Athugasemdir
banner