Stjóramál Manchester United, Everton vill fá varnarmann Arsenal og Borussia Dortmund hefur áhuga á ungum leikmanni Manchester City. Þetta og fleira í mánudagsslúðurpakkanum.
Michael Carrick er nú líklegastur til að vera ráðinn bráðabirgðastjóri Manchester United út tímabilið. United vonast til að nýr stjóri verði mættur til starfa þegar leikmenn snúa aftur til æfinga. United mætir Manchester City á laugardaginn. (BBC)
Everton vill fá enska varnarmanninn Ben White (28) frá Arsenal til að fylla vandræðastöðu liðsins í hægri bakverðinum. White hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Arsenal en óvíst er hvort félagið sé tilbúið að selja hann á þessum tímapunkti. (Football Insider)
Borussia Dortmund fylgist með stöðu mála hjá Oscar Bobb (22), norska landsliðsmanninum hjá Manchester City, eftir að Antoine Semenyo (26) var keyptur. (Florian Plettenberg)
Tottenham hefur áram áhuga á enska miðjumanninum Conor Gallagher (25) hjá Atletico Madrid en líklegra er þó talið að hann fari til Aston Villa. (Teamtalk)
Aston Villa er einnig að sýna danska framherjanum William Osula (22) áhuga þar sem félagið mun ekki fá Gonzalo Garcia (21) frá Real Madrid. (Talksport)
Liverpool og Chelsea eru hrifin af spænska U21 landsliðsmiðverðinum Jacobo Ramon (21) hjá Como en fjöldi njósnara frá félögum í ensku úrvalsdeildinni hafa fylgst með honum. (CaughtOffside)
Paris FC er meðal félaga sem hafa áhuga á að fá franska vænmanninn Mathys Tel (20) lánaðan frá Tottenham en enska félagið vill ekki hleypa honum burt. (Fabrizio Romano)
Fabio Paratici hættir sem íþróttastjóri Tottenham eftir janúargluggann og tekur til starfa hjá Fiorentina. (Athletic)
Franski miðvörðurinn Dayot Upamecano (27) fer ekki til Real Madrid, hann verður áfram hjá Bayern München og gerir samning til 2031. (Fichajes)
Athugasemdir




