Bakvörðurinn Tino Livramento fór meiddur af velli hjá Newcastle þegar liðið vann Bournemouth eftir vítakeppni í FA-bikarnum á laugardaginn.
Livramento hefur aðeins komið við sögu í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla.
Livramento hefur aðeins komið við sögu í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur misst af stórum hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla.
Hann lék í 59 mínútur gegn Bournemouth en eftir að hafa gefið bekknum merki fór hann af velli vegna meiðsla aftan í læri.
„Hann er á leið í myndatöku og þá komumst við að því hvers eðlis meiðslin eru nákvæmlega," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle, á fréttamannafundi í morgun.
Newcastle leikur fyrri leik sinn gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.
Meiðsli herja á varnarmenn Newcastle en auk Livramento eru Fabian Schar, Dan Burn, Emil Krafth, Jamaal Lascelles og Kieran Trippier á meiðslalistanum.
Athugasemdir



