Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 20:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fletcher: Nýr stjóri þarf að byggja upp sjálfstraust
Mynd: EPA
Darren Fletcher hefur stýrt Man Utd í síðustu tveimur leikjum eftir að Ruben Amorim var látinn taka pokann sinn. Fletcher var spurður að því eftir tap gegn Brighton í enska bikarnum í dag hvað næsti stjóri þarf að vinna í.

Ole Gunnar Solskjær er talinn líklegastur til að taka við starfinu en hann mun líklega einungis stýra liðinu út tímabilið.

„Sjálfstrausti og hugsanlega vanur því að spila ákveðinn stíl og uppstillingu," sagði Fletcher

„Það mikilvægasta fyrir mér er að hver sem leiðir þá kemur saman. Það er bara sá sem getur byggt upp sjálfstraustið með því að ná árangri."

„Þú vilt spila góðan fótbolta, en þú þarft að finna leið til að vinna fyrst og þegar þú gerir það, vinnusemi, viðhorf, ákefð, það er kannski ekki fallegt stundum, en þaðan geturðu vaxið og byggt upp. Þá getur hraður, spennandi fótbolti komið."

„Maður sér að leikmennirnir eru brothættir og þeir þurfa að byggja sig upp. Þetta er undir þeim komið núna, þeir verða að svara," sagði Fletcher að lokum.
Athugasemdir
banner