Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   þri 13. janúar 2026 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Óvænt tilboð í stjörnu Kamerún
Karl Etta Eyong
Karl Etta Eyong
Mynd: EPA
Karl Etta Eyong, framherji Levante og kamerúnska landsliðsins, mun líklega halda í stærra félag í sumarglugganum en hann er að minnsta kosti með eitt tilboð á borðinu núna og kemur það úr óvæntri átt.

Etta Eyong er 22 ára gamall og skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark með Kamerún í Afríkukeppninni á dögunum.

Hann hefur skorað 6 mörk í La Liga á þessari leiktíð og gefið þrjár stoðsendingar, en hann gæti farið frá Levante vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Það er möguleiki á því að hann fari til Rússlands en CSKA Moskva lagði fram 20 milljóna evra tilboði á síðasta ári og hefur nú lagt fram nýtt 30 milljóna evra tilboð.

MARCA segir Levante líklegt til að samþykkja tilboðið þrátt fyrir að klásúluverð hans fyrir erlent félög nemi um 40 milljónum evra.

Etta Eyong kom til Levante frá Villarreal síðasta sumar en hann er samningsbundinn til 2029.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner